Nú eru jólasveinarnir farnir að koma til byggða og fyrir þá sem muna ekki röðina á sveinunum þá setjum við þá inn hér í réttri röð.
Það er ekki fyrr en með ljóðinu „Jólasveinarnir“ í bókinni Jólin koma sem skáldið Jóhannes úr Kötlum kom jólasveinahefð nútíma Íslendinga í fastar skorður. Samkvæmt þessari hefð eru jólasveinarnir þrettán og koma til manna í þessari röð:
- Stekkjarstaur kemur 12. desember.
- Giljagaur kemur 13. desember.
- Stúfur kemur 14. desember.
- Þvörusleikir kemur 15. desember.
- Pottaskefill kemur 16. desember.
- Askasleikir kemur 17. desember.
- Hurðaskellir kemur 18. desember.
- Skyrgámur kemur 19. desember.
- Bjúgnakrækir kemur 20. desember.
- Gluggagægir kemur 21. desember.
- Gáttaþefur kemur 22. desember.
- Ketkrókur kemur á Þorláksmessu, 23. desember.
- Kertasníkir kemur á aðfangadag, 24. desember.
Ekki gleyma að setja skóinn út í glugga í kvöld.