Ef þú vilt að kærastan þín missi ekki allt álit á þér og jafnvel lystina skaltu hafa eftirfarandi hugfast því þú vilt ekki bjóða henni upp á þetta:
Að reka við upp í rúmi eins og hvalur og hlægja smástrákahlátri.
Að bora í nefið og éta úr því eins og þú hafir komist í konfektskál.
Að leika við “vininn” í tíma og ótíma eins og hann sér nýjasta gæludýrið á heimilinu. Mundu að pungurinn á þér er EKKI dýrðgripur frá 15. öld.
Ekki halda að sturtu- og baðferðir séu bara eitthvað til að stunda á jólunum.
Táfýla og andfýla og sterk líkamslykt er afar óaðlaðandi og ekki gleyma að hafa vininn hreinan! Ekki gleyma að sturta kónginn vel og vandlega.
Ekki bera kærustuna þína saman við fyrri bólfélaga eða mömmu þína.
Haltu minningunum fyrir sjálfan þig. Ekki æsandi að heyra um gömlu hjásvæfuna eða heyra þig ákalla hana í miðjum atlotum.
Ekki horfa á klám eins og þú sért að lesa undir doktorspróf. Það er verulega sick að hanga á kláminu meira en góðu hófi gegnir.
Ekki glápa á dætur vina þinna og ungar stelpur sem eru undir lögaldri löngunaraugum. Leitaðu þér aðstoðar.
Ekki henda fötunum þínum á gólfið eins og þú haldir að heilagur andi komi og taki þau upp og þrífi þau.
Ekki standa fyrir framan spegilinn og dást að þér og sixpakkanum sem þú ímyndar þér að sé þarna.
Klipptu á þér táneglurnar svo þú slasir hana ekki í rúminu í miðjum ástaratlotum eða veitir henni svöðusár. Klær og hófar eru viðeigandi á dýrum – EKKI smart á karlmönnum.
Ekki smjatta, ekki ropa upphátt og ekki spýta mat út úr þér við matarborðið.
Ekki vera 2 mínútur að borða kvöldmatinn sem hún hafði fyrir að elda fyrir þig.
Ekki heimta að hún klappi og panti lúðrasveit ef þú tekur til á heimilinu eða eldar mat!
Ekki bjóða henna á Hlölla eða Bæjarins bestu þegar þú ert búin að segja henni að þú ætlir að bjóða henni út að borða. Þetta eru EKKI veitingastaðir.