Hmm, það kemur ekki á óvart að þegar maður spyr hóp karlmanna um uppáhalds samfarastellinguna þá nefna langflestir aftan frá. Hér eru nokkrar hugmyndir að stellingum aftan frá. Sendu þetta á hann og spurðu hvort að hann sé ekki til í að prófa.
Hin klassíska „hundastelling“ felur í sér að þá eru þið bæði á hnjánum. Konan getur farið á alla fjóra útlimi en til þess að hann komist dýpra inn þá er best að leggja andlitið á koddann og setja rassinn upp í átt að himni.
Á hlið er hin fullkomna morgun-kynlífsstelling. Og ekki vanmeta þessa. Hún sýnist vera löt en hún getur framkallað svakalega fullnægingu. Best ef konan leggst á hlið og beygir aðeins hnén og beinir rassinum aðeins aftur að honum. Það hjálpar honum að komast betur inn.
Standandi stelling getur verið smá „trikkí“ en hér er ráð. Konan setur báðar hendur á harðan vegg og ýtir neðri hluta líkamans aðeins fram. Hafðu aðeins meira en axlarbil á milli fóta.
Yfir borðið er skemmtileg tilbreyting en þá liggur konan flöt á maganum og hefur fætur í v-lögun. Þar getur hann látið ímyndunaraflið ráða og komið inní hana eins og hann fílar best. Konan getur svo stjórnað hversu þétt hún finnur fyrir honum með því að setja fæturnar saman eða í sundur.
Hann fer á bæði hnén og fer aftan á hana. Hún er í klassísku hundastellingunni nema hún setur annan fótinn aftur og á milli fóta hans. Konan þarf að halda sér aðeins uppi í þessari stellingu og fær því heilmikla styrkingu út úr þessu líka.