KVENNABLAÐIÐ

Bestu jóla „öppin“

Ertu að leita að „öppum“ sem munu koma þér í jólaskap? Hér eru nokkur sem svo sannarlega koma manni í rétta jólastuðið.
1. Bestu jólasögurnar

 

Best-Christmas-Stories

Kemur manni strax í jólaskap. Jólasögur fyrir alla fjölskylduna.


2. Elf Yourself

ElfYourself

Eitt af uppáhalds sem öll fjölskyldan elskar. Frítt app og þú hleður inn 5 myndum af þér, fjölskyldumeðlimum og/eða vinum, velur dansþema og þið eruð orðin dansandi álfar. Skemmtilegt.

3. Sleeps to Christmas 2

 

Sleeps-to-Christmas-2

Framhald af vinsælasta jóla „appi“ síðasta árs sem telur niður nætur til jóla með flottum jólapersónum og dásamlegum jólalögum. Frítt.


4. Yummy Christmas

Yummy-Christmas

Ef þú ætlar að elda og baka eitthvað gott um jólin þá hjálpar þetta „app“ þér. Fljótlegar og auðveldar jólauppskriftir og börnin geta aðstoðað.

5. Where’s Santa?

Wheres-Santa

Þú leitar að jólasveininum í þessu „appi“ og sérð hvað hann er að gera. Jólasveinninn skilur eftir vísbendingar og þú finnur út hvar hann er. Hjálpar krökkunum að þekkja allar heimsálfurnar og bætir minnið. Frítt.

6. Appygraph eCards

Appygraph-eCards

Það er orðið vinsælt að senda ekort í stað jólakorta í pósti. Það er svo miklu auðveldara og fljótlegra þótt mörgum finnist það ekki eins persónulegt. Á þessu „appi“ getur þú búið til þitt eigið persónulega ekort með myndum af þér og fjölskyldunni og sent með tölvupósti eða á facebook.

Njóttu dásamlegs desember!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!