Sanjay Gupta læknir og fréttamaður CNN, gerði heimildarmynd sem ber heitið „Weed“ árið 2013. Brátt mun framhaldið líta dagsins ljós og því er rétt að rifja upp þessa ótrúlega vel gerðu heimildarmynd sem m.a. sýni fram á það hvernig maríjúana hjálpaði 5 ára stúlku að lifa eðlilegu lífi.
Maríjúana er minnst ávanabindandi eiturlyfið í heiminum en samt reynist stjórnvöldum um heim allan erfitt að lögleiða efnið. Hér á landi er það t.d. umhugsunarefni að engar heimildir eru fyrir því að nokkur hafi látist af notkun maríjúana en fjölmargir látast af völdum sígarettureykinga og áfengisneyslu. Ríkið flytur inn sígarettur og áfengi eins og allir vita en setur blátt bann við notkun Maríjúana
Við hvetjum lesendur Sykurs til þess að kynna sér þessa heimildarmynd sem gerð er af einum færasta heilaskurðlækni Bandaríkjanna og jafnframt einum af fréttaskýrendum CNN.