KVENNABLAÐIÐ

Tanya Burr er ein sú vinsælasta á Youtube

Tanya Burr er einn vinsælasti Youtube bloggari Bretlands, en Tanya heldur úti líflegri síðu inná Youtube þar sem hún hleður inn fjölbreyttum videoum og það eru um 6,5 milljónir manna sem fylgjast með henni í hverjum mánuði.

Videoin eru allt milli þess að vera förðunarsýnikennslur, förðunar og tískuráðleggingar og persónulegri video þar sem hún segir áhorfendum frá lífi sínu. Tanya er þekkt fyrir að koma skemmtilega fram og ná þannig á einstakan hátt til áhorfanda um heim allan.

Fyrir stuttu síðan fékk Tanya tækifæri á að hanna sínar eigin vörur og lína hennar af vönduðum gerfi augnhárum var að koma á markað. Þekktustu bloggarar og vídeóbloggarar Bretlands söfnuðust því saman í lok október til að fagna þessum árangri Tönyu á Sanderson hótelinu í miðbæ London.

Millie Macintosh Tanya Burr og Laura Whitmore
Millie Macintosh Tanya Burr og Laura Whitmore

Líf og fjör var í veislunni eins og sjá má á myndununum en þar bauðst gestum meðal annars að fá gerviaugnhár frá Tönyu og skemmta sér í photobooth sem var á staðnum.

_MG_3947

Tanya hefur einnig vakið athygli fyrir að vera mágkona Pixiwoo systranna (förðunarteymið sem stendur á bak við Real Techniques förðunarbustana) en Tanya Burr og Jim Chapman sem er yngri bróðir Sam og Nic Chapman, hafa verið saman frá árinu 2009 en Jim á það sameiginlegt með kærustu sinni að vera einnig sérstaklega vinsæll Youtube bloggari. Parið vekur athygli hvert sem þau fara og að sjálfsögðu birtist Jim reglulega á myndum á blogginu hennar Tönyu.

Sam og Nic Chapman og Erna Hrund.
Sam og Nic Chapman og Erna Hrund.

Tanya opnaði Youtube síðuna sína árið 2009 og deildi með áhorfendum sínum sýnikennslur með förðunum fræga fólksins. Hún er einstaklega áhrifamikil á samfélagsmiðlunum og áskrifendur að síðunni hennar á Youtube eru margir og eru um 6.5 million manns að fylgjast með henni að jafnaði á mánuði. Tanya er fastagestur á tískusýningum á tískuvikunni í London og er reglulega gestur á vinsælum kvikmyndafrumsýningum.

_MG_3992

Það er því nauðsynlegt að fylgjast með þessari flottu stelpu sem er ekki hrædd við að skapa sinn eigin stíl og að láta drauma sína rætast.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!