KVENNABLAÐIÐ

Jane Fonda í frábærum félagsskap

Föstudaginn 28. nóvember verður THIS IS WHERE I LEAVE YOU frumsýnd í Sambíóunum.

This is Where I Leave You er skemmtilegt gamandrama með úrvalsleikurum í helstu hlutverkum og í leikstjórn Shawns Levy sem gerði m.a. Night at the Museum-myndirnar, Real Steel og nú síðast myndina The Internship með þeim Vince Vaughn og Owen Wilson í aðalhlutverkum.

Heima er ekki alltaf best

Við kynnumst fyrst hinum ólánsama Judd Altman sem missir bæði vinnuna og heimilið í kjölfar þess að hann kemur að eiginkonu sinni í rúminu með yfirmanni sínum. Ekki batnar staðan þegar faðir hans deyr skömmu síðar og Judd, sem er þjakaður af eftirsjá og biturð, þarf að eyða heilli viku á æskuheimilinu ásamt fjórum systkinum sínum og móður í samræmi við trúarhefð gyðinga og að ósk hins látna. Á þessari viku þarf fjölskyldan að taka á móti ýmsum gestum sem koma til að votta hinum látna virðingu sína og aðstandendum samúð og um leið komumst við að því að hin systkinin, þau Wendy, Phillip og Paul, glíma hvert fyrir sig við sín eigin vandamál, rétt eins og Judd, svo ekki sé talað um móður þeirra, hina lífsglöðu Hillary, sem hefur aldrei átt í vandræðum með að segja meiningu sína og liggur ekki á skoðunum sínum á afkvæmunum frekar en fyrri daginn.

Aðalhlutverk: Jason Bateman, Tina Fey, Jane Fonda, Adam Driver, Rose Byrne, Kathryn Hahn og Corey Stoll

Þess má geta að This is Where I Leave You er byggð á samnefndri skáldsögu Jonathans Trooper sem kom út árið 2010 og fékk afar góða dóma gagnrýnenda, en Jonathan, sem skrifaði handrit myndarinnar sjálfur, á einnig að baki aðrar vinsælar bækur eins og How to Talk to a Widower, Everything Changes, Plan B og þá nýjustu, One Last Thing Before I Go.
Í bók Jonathans Tropper kom fram að Hillary, móðirin á heimilinu, hélt mikið upp á æfinga- og líkamsræktarmyndböndin sem Jane Fonda gaf út á sínum tíma. Það er því skemmtilegt að það skuli síðan einmitt vera Jane Fonda sem leikur hana.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!