Kanill
Án þess að fara út í vísindalegar útskýringar á virkni kanils þá virkar hann ótrúlega vel í baráttu við aukakílóin. Bættu einfaldlega 1/2-1/1 tsk af kanil út á eitthvað sem þú borðar 1 sinni á dag. Það hjálpar til við að koma sykri inn í frumurnar þar sem hann eru nýttur í orku en ekki geymdur sem fita.
Grænt te
Eitt af innihaldsefnunum er koffín sem hraðar á hjartslætti og þvingar líkama þinn til að brenna fleiri hitaeiningum. Að auki innheldur grænt te efni sem margir sérfræðingar vilja meina að brenni kviðfitu. Drekktu 2-3 bolla af grænu te á dag.
Kókosolía
Samkvæmt sérfræðingum þá helst hraði efnaskipta meiri í allt að 24 tíma eftir að olíunnar er neytt. Þannig veitir hún þér orku og brennir fitu allan daginn. Best er að taka inn 3 1/2 tsk af kókosolíu á dag, t.d. út í kaffið þitt á morgnanna.
Kaffi
Líkt og í grænu tei þá er það koffínið sem hraðar á efnaskiptunum. Koffín kveikir einnig á lipolysis sem brýtur niður fitu. 1-2 bollar á dag eru hæfilegt magn.
Chili
Chili sem oft er að finna í sterku salsa og mörgum tælenskum, indverskum og kínverskum réttum er undrafæða þegar kemur að því að hraða á efnaskiptum og brenna fitu. Chili er stútfullt af efni sem kallast Capsaicin sem hækkar líkamshita þinn og eykur brennsluna.
Kjúklingur og fiskur
Þú eyðir orku við að melta fæðuna og líkami þinn brennir fleiri hitaeiningum við að melta prótein heldur en kolvetnum og fitu. Það er því tilvalið að neyta próteina í litlum skömmtum yfir daginn og þar er fiskur og kjúklingur tilvalin uppspretta próteina.