Klassíska spurningin, hvað eigum við að borða, heyrist ansi oft á vinnustöðum. Þessi 10 staðir eru ólíkir en allir í uppáhaldi hjá okkur. Ert þú sammála? Eða viltu koma með hugmyndir?
GLÓ
Solla klikkar ekki. Ferskt og hollt en mætti vera fjölbreyttara. Elskum kökurnar.
ÓSUSHI
Fljótlegt að henda sér inn og fá sér nokkra bita. Staðurinn í Borgartúni er í uppáhaldi.
SAFFRAN
Góður og hollur á ágætis verði. Bökurnar og piri piri kjúklingurinn í uppáhaldi. Stundum aðeins of löng bið.
NOODLE STATION
Kjúklingasúpan er himnesk á köldum dögum. Mettandi en samt létt.
ELDOFNINN
Bestu pizzurnar í bænum. Það er klárt mál. Ella spes og margarita Gauta eru eiginlega of góðar.
NANA THAI
Ekkert fyrir augað á þessu stað í Skeifunni en maturinn er snilld. Tom Yam og Tom Kha súpurnar eru einstaklega góðar.
JOE & THE JUICE
Góðir djúsar og samlokur og afgreiðslan hröð. Væri snilld ef hægt væri að kaupa 1/2 samloku og minni djús.
SERRANO
Mexíkóskur skyndibiti og allt ferskt og gott. Kjúklinga quesadilla með Chipotle sósu er uppáhalds.
GAMLA SÍAM
Alltaf gott að koma og bragðið af matnum er einstakt. Mælum með kjúkling Panang og Pad Thai.
BÚLLAN
Skemmtileg stemmning og maturinn skotheldur. Grænmetisborgarinn er djúsí og eins og maður fékk hann á Hardrock. Sjeikinn er góður.