Hollenski hönnuðurinn Iris van Herpen sýndi geggjaða fatalínu á dögunum. Fatalína hennar að þessu sinni er 3-D prentuð. Iris notast við segla við samsetningu flíkanna og útkoman er vægast sagt glæsileg. Iris van Herpen vann þessa sérstöku línu í samvinnu við arkitektinn Philip Beesley og listamanninn Jolan van der Wiel.
