KVENNABLAÐIÐ

Hvar á „gamla“ fólkið að læra?

Nú á að loka Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Við spyrjum því hvar á gamla fólkið að læra? Og hvað er að stjórnvöldum að sjá ekki sóma sinn í því að halda deildinni opinni?  Á heimasíðu MH stendur um ástæðu þessarar ákvörðunar – þetta:

„Ástæðurnar eru annars vegar sífellt þverrandi aðsókn og hins vegar nýleg ákvörðun yfirvalda í tengslum við fjárlagagerð næsta árs (Fjármálaráðherra að brillera, aftur!) um að leggja af fjárveitingar til þeirra sem leggja stund á nám til stúdentsprófs og hafa náð 25 ára aldri.“

Það er nefnilega það. Stjórnvöld afskrifa þá sem vilja taka stúdentinn og eru eldri en 25 ára. Étið það sem úti frýs.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!