Í frumvarpi fjármálaráðherra er miðað við að matarkostnaður á hvern einstakling sé aðeins 745 krónur á dag. Gætuð þið lifað á því? Hvað fæst fyrir 745 krónur? Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Framsóknarflokki segir að þetta sé lítið mál og ætlar að lifa á þessari upphæð í eina viku samkvæmt Facebook síðu hennar og sér fyrir sér að nálgast þannig kjörþyngd.
