Tími bókarinnar – lestrarhvatning RÚV hófst í gær og þar sannaðist að maðurinn sem vill berjast gegn ólæsi þjóðarinnar er sjálfur vel læs en hann las upp úr bókinni Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur án þess að tafsa. Taka skal fram að hann las í beinni útsendingu sem getur verið stressandi.
Var það mál manna að Illugi menntamálaráðherra væri fluglæs!
Í tilefni af lestrarhvatningu RÚV verður afar mikið um bókmenntaþætti og upplestur í útvarpi allra landsmanna og verður vart þverfótað fyrir bókmenntaþáttum, skemmtilegum upplestri, góðum bíómyndum og leiknum þáttum í Ríkissjónvarpinu. Það er líf á RÚV!
p.s takið eftir að Illugi er klæddur í „Ég-er-heima-í-stofu-að-lesa“ fötin sín.