Skegg hefur löngum verið tákn um virðingu og stöðu manna í samfélaginu. Á öldum áður var háttsettum mönnum einum heimilt að láta sér vaxa skegg og sums staðar mátti enginn láta sér vaxa skegg nema kóngurinn og í enn öðrum tilfellum, eins og t.d. af trúarlegum ástæðum, máttu menn ekki skerða hár sitt og skegg.
Í dag er öldin nokkuð önnur í flestum þróðuðum löndum og nú mega allir láta skegg sitt og hár vaxa að vild og hefur skeggvöxtur jafnvel orðið að tískufyrirbrigði.
Skeggvöxtur er svo annað mál og þótti það vera karlmennskumerki að vera með mikinn skeggvöxt. Margar stjörnur í kvikmyndum láta nægja að vera með 3–5 daga vöxt svona til þess að sýna vöxtinn en þó ekki það mikið að það þyki sóðalegt.
Það er vissulega allt til í þessum efnum og nú er bara að láta sér vaxa skegg og láta sköpunargleðina taka völdin.
Hér koma ljósmyndir af nokkrum sem þykja bera af í heimunm hvað skeggvöxt varðar.