KVENNABLAÐIÐ

Flottustu skegg heims

Skegg hefur löngum verið tákn um virðingu og stöðu manna í samfélaginu. Á öldum áður var háttsettum mönnum einum heimilt að láta sér vaxa skegg og sums staðar mátti enginn láta sér vaxa skegg nema kóngurinn og í enn öðrum tilfellum, eins og t.d. af trúarlegum ástæðum, máttu menn ekki skerða hár sitt og skegg.

Í dag er öldin nokkuð önnur í flestum þróðuðum löndum og nú mega allir láta skegg sitt og hár vaxa að vild og hefur skeggvöxtur jafnvel orðið að tískufyrirbrigði.

Skeggvöxtur er svo annað mál og þótti það vera karlmennskumerki að vera með mikinn skeggvöxt. Margar stjörnur í kvikmyndum láta nægja að vera með 3–5 daga vöxt svona til þess að sýna vöxtinn en þó ekki það mikið að það þyki sóðalegt.

Það er vissulega allt til í þessum efnum og nú er bara að láta sér vaxa skegg og láta sköpunargleðina taka völdin.

Hér koma ljósmyndir af nokkrum sem þykja bera af í heimunm hvað skeggvöxt varðar.

1.

1
Langt, stutt, snyrt eða villt – skeggtískan hefur tekið á sig ýmsar myndir í gegnum árin. Burt séð frá langri og flókinni skeggsögu þá hefur skegg aldrei verið jafn vinsælt í mannkynsögunni eins og núna. Þessi ljósmynd er höfundaverk Xtopher Gray og vann hún til verðlauna í frjálsum flokki í heimsmeistaramóti í skegghönnun 2013

2.

2
Yfir 300 „Skeggungar“ eru taldir munu taka þátt í heimsmeistaramótinu 2014 sem er staðfesting á því hversu miklum vinsældum skeggvöxtur nýtur nú um þessar mundir. Nate Johnson, sem sést hér og keppti árið 2013, hefur látið sér vaxa þetta myndarlega skegg sem nær vel niður á brjóst. Slíkt skegg krefst mikillar umönnunar og alúðar.

3.

3
Hér er skegg sem vinnur gegn þyngdarlögmálinu. Mike Johnson vann einnig til verðlauna árið 2013 í New Orleans þar sem heimsmeistaramótið fór fram. Í þessum flokki má nota hjálpartæki eins og skegg-gel, hársprey o.s.fv.

4.

4
Al Underwood er þekktur fyrir sitt fína „Skyttu-skegg“ eða Musketeer-skegg. Yfirvaraskegginu er haldið löngu og mjóu á meðan hökutoppurinn er stuttur og beittur. Leppurinn er svo val hvers og eins.

5.

6
Brett Mahnen hefur látið þetta myndarlega skegg vaxa í nokkur ár. Hann segir að lykillinn að yfirvaraskegginu liggi í miklu magni af býflugna-vaxi.

6.

8
Ljósmyndarinn Jeffrey Moustache hefur, eins og nafnið gefur til kynna, fallegt yfirvaraskegg frá náttúrunnar hendi, vel við haldið frá eigin hendi. Hann er þekktur fyrir að eyða miklum tíma í að láta skegg og hár renna saman.

7.

11
Margir nútímamenn sækja innblástur til gamla tímans. Hér má sjá Ambrose Burnside (1824–1881) Amerískur stjórnmálamaður sem er oft kallaður afi bartanna og er þekktur í skeggheiminum.

8.

12
George Clooney er þekktur fyrir skeggbrodda sína og breytir reglulega til. Segja má að skeggið hans eigi stóran þátt í vinsældum kappans hjá hinu kyninu.

9.

13
Að lokum, ZZ Top. Þeir eru ókrýndir konungar skeggsins ef svo má að orði komast. Eins fáránlegt og það nú hljómar þá er trommari hljómsveitarinnar einungis með yfirvaraskegg og lætur það nægja en hann heitir einmitt Frank Beard.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!